Fréttir

Allir sundmennirnir líklegir til þess að láta til sín taka í síðasta úrslitahlutanum
Sund | 16. desember 2012

Allir sundmennirnir líklegir til þess að láta til sín taka í síðasta úrslitahlutanum

 

Það er frábært að sjá að Kristófer náði í úrslit í 400 skrið á öðrum besta tíma sínum 4:03.44, hann er áttundi inn. Hann synti hraðast af íslensku strákunum og 5 sek á undan topp skriðsundmanninum Aroni sem hefur átt frábært NMU mót. Besti tími Kristófers er 3:59 og eru þetta fyrstu einstaklingsúrslit sem hann nær í á mótinu.

Erla náði í úrslit í besta morgunsundi hingað til 2:25.91 og sínum öðrum besta tíma aðeins sekúndu frá tíma sínum á ÍM25. Hún er sjöunda í úrslit.

Ólöf og Berglind náðu í úrslit í 200 bringu og eru fimmtu og sjöttu þar inn, báðar eina sekúndu frá lokatíma sínum á ÍM25 en hraðari en í riðlakeppninni Ólöf einni sekúndu hraðari og Berglind tveimur. Það er gott merki.

Riðillinn í 200 bak var hægur og allir sundmenn voru um 7 sek frá besstu tímum sínum þar sem allir fara áfram í úrslit. Íris var á fjórða besta tíma sínum, 2:22.53 en besti tíminn hennar er 2:15.9 sem er hennar eigið Íslandsmet.

Birta náði sér ekki á strik í 400 skrið og synti hægar en hún gerði í 800 m sundinu (4:35) og 6 sek frá tíma sínum frá ÍM25 (4:32). Leiðinlegt þar sem hún hefur að öðru leiti átt frábært mót þar sem hún hefur verið að bæta tíma sína umtalsvert.

Það er mikilvægt að hafa í huga að svona mót eru erfið og hvert og eitt frábært sund tekur á líkamann.

Það verður spennandi að fylgjast með síðustu úrslitunum í kvöld og boðsundliðin eiga örugglega líka eftir að láta að sér kveða.