AMÍ - Lokaundirbúningur 16. júní kl. 18:00 í Vatnaveröld
Línur fyrir AMÍ 2008 verða sífellt skýrari og hér á síðunni er nú að finna mikið af upplýsingum, m.a. um mönnun mótsins og dagskrá, skoðið síðuna vel ... og endilega að láta vita ef þið sjáið einhverja vitleysu.
ÞAÐ VANTAR ENN FÓLK, SÉR Í LAGI Í MÖTTUNEYTI Í HÁDEGIS- OG KVÖLDMATA. VIÐ HVETJUM YKKUR TIL AÐ HAFA SAMBAND VIÐ ÖNNU MARÍU OG GEFA KOST Á YKKUR, síminn hjá Önnu Maríu er 6903230. Eins er hægt að bæta við í sjoppu, síminn hjá Kötu er 8486499.
Allir ÍRB foreldrar hittast mánudaginn 16. júní klukkan 18:00 í Vatnaveröld / Holtaskóla, MARGAR HENDUR VINNA LÉTT VERK. Þar munum við m.a.:
1.
Gera stofur í Holtaskóla klárar
2.
Flytja borð og stóla úr Holtaskóla yfir í Vatnaveröld (dómaraherbergi, riðlastjórn, tæknihbergi, sjoppa ...)
3.
Gera Vatnaveröld klára (bakka, sjoppu, riðlaherbergi, ...)
4.
Hópstjórar mun fara yfir punkta með sínu fólki (móttaka í Holtaskóla á miðvikudegi, mötuneytismál, sjoppumál, tæknimál, riðlastjórar + þulir, ... )
5.
Mótstjórar munu funda með starfsfólki Vatnaveraldar
6.
Aðrar reddingar ...
Foreldrar geta síðan skotist með börn í "Fjörheima - AMÍ - Hitting" klukkan 19:00 og einhverjir foreldrar hjálpað til þar.
VIÐ MUNUM AUGLÝSA SÍÐAR, HVENÆR VIÐ GERUM ÍÞRÓTTAHÚSIÐ KLÁRT, ÞAÐ TÖKUM VIÐ MEÐ STUTTRI LEIFTURSÓKN :-)
Við sjáum fram á virkilega flott mót og skemmtilega daga.
Stjórnir og þjálfarar