AMÍ 2008 verður haldið í Reykjanesbæ !!
Nú hefur formlega verið gengið frá því að Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi, AMÍ, verður haldið í Reykjanesbæ 19. - 22. júní. Aðdragandi málsins er sá að af óviðráðanlegum ástæðum varð Sundfélag Hafnarfjarðar að gefa frá sér framkvæmd á AMÍ 2008, þar sem áætlanir um að nýja sundlaugin þeirra yrði tilbúin fyrir miðjan júní ganga ekki eftir. SSÍ fór þess þá á leit við ÍRB, sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur, að taka að sér mótshaldið. Sú ósk var tekin fyrir og samþykkt með stæl á foreldrafundi þann 22. apríl síðastliðinn og þá um leið gaf stór hópur foreldra kost á sér að starfa við mótið.
Undirbúningur mótsins er þegar hafinn og þó stutt sé til stefnu eru forsvarsmenn ÍRB og SSÍ viss um að mótahaldið verði ekki síðra en undanfarin ár en það er ljóst að sundhreyfingin þarf að standa vel saman núna þegar við höldum AMÍ með nýju sniði. Sundþing 2008 samþykkti að breyta AMÍ þannig að við þurfum að keyra 12 mótshluta á 4 dögum. Það þýðir að allir sem vettlingi geta valdið þurfa að koma að mótahaldinu.
Innan skamms verður sett upp sérstök síða fyrir mótið, þar sem koma munu fram upplýsingar varðandi mótið og undirbúning þess.
Við sjáum fram á skemmtilegt mót og góða stemmingu á AMÍ í Vatnaveröld Reykjanesbæ dagana 19. - 22. júní 2008 :-)