Fréttir

Sund | 10. júní 2010

AMÍ 2010

 

 

 Foreldrafundur 15. júní

 

Foreldrafundur vegna AMÍ fer fram í K- húsinu þriðjudaginn 15. júní kl. 20:00. ÍRB þarf að útvega starfsfólk á mótið, tímaverði o.fl. og verður þeim störfum skipt á foreldra. Auk þess verða tilnefndir fararstjórar. Tilvalið er fyrir foreldra að gista á tjaldsvæði Hafnarfjarðar. Höggmyndagarði Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Afmarkað svæði verður fyrir gesti á AMÍ.

 

Aldursflokkameistaramót Íslands fer fram í Hafnarfirði (Ásvallalaug) dagana 24. júní  – 27. júní nk. Eins og þið vitið þá er keppt um Íslandsmeistaratitla í hinum ýmsu greinum og ýmsu flokkum en jafnframt er mótið stigakeppni félaga og þar gilda allar keppnisgreinar hvers einstaklings til stiga. En einungis níu efstu  í hverri grein fá stig.

Við lentum í öðru sæti í fyrra og í ár þá ætlum við a.m.k. að  halda því eða gera betur, en það veltur allt á dugnaði og þreki í keppninni. Því skiptir miklu máli fyrir okkur öll að koma vel undirbúin á mótið.

 

Þess vegna þurfum við sundmenn góðir að hugsa um ýmsa þætti núna síðustu dagana fyrir mót. Það á að borða hollan og góðan  mat og borða vel. Það á að fara snemma að sofa alla síðustu vikuna fyrir mót, (síðasta lagi kl. 22:00) þannig að líkaminn sé tilbúinn undir átökin. Einnig á að sleppa öllum öðrum íþróttum þessa síðustu viku eins og t.d. trampólíni, línuskautum, fótbolta o.fl. 

Hvert sund  á mótinu skiptir gríðarlega miklu máli og eitt sæti til eða frá getur skipt sköpum. Hvatning og samstaða skiptir  því gríðarlegu miklu máli í svona keppni þess vegna er mjög mikilvægt að foreldrar og sundmenn fjölmenni ávallt á laugarbakkann á meðan keppni stendur og hvetji sem mest þau mega allan tímann.

 

Stöndum okkur vel á AMÍ J

Allar upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu mótsins http://www.sh.is

 

Það sem hafa þarf með J J

Útifatnaður til að ganga í laugina frá Hvaleyrarskóla þar sem við gistum. ÍRB fatnaðinn, stuttu bláu buxurnar, vínrauða bolinn (fimmtudagur og föstudagur) og hvíta bolinn (laugardagur og sunnudagur). Dýnu og svefnpoka sundfatnað, sundgleraugu og nóg af handklæðum. Munið að merkja allar eigur ykkar. Gist verður í Hvaleyrarskóla sem er u.þ.b. 1 km frá lauginni og borðað verður í Ásvallalaug. Fullt fæði er alla dagana frá miðvikudagskvöldi fram á sunnudagskvöld og kostar þessi pakki með lokahófi, AMÍ bol, og mat á bakka alls 21.000-

Þessa upphæð þarf að greiða í síðasta lagi 22. júní, með því að tilkynna gjaldkera að nota eigi sjóð viðkomandi sundmanns og/eða með því að leggja inn á reikning 1109-15-201495, kt. 480310-0550 (Sundráð ÍRB) og gefa þá upp nafn sundmanns. Nánari upplýsingar veitir Hjördís gjaldkeri, sími: 8460621, netfang: hjordiskrist@gmail.com

 

Mótið hefst á fimmtudeginum. Mæting er kl. 14:00 í Hvaleyrarskóla (foreldrar komi börnum sínum þangað). Keppni er lokið u.þ.b. kl  19:00  á sunnudeginum og hátíðarkvöldverður ásamt lokahófi er til kl. 24:00. Sundmenn ættu því að taka með sér betri fötin. Eftir á staðsetja lokahófið, en foreldrar geta keypt sér aðgang að því með því að ganga frá málum við gjaldkerann okkar verð pr. mann er 3.800 kr eða kaupa tímanlega í Hafnarfirði.

 

Áfram ÍRB  :- )                                     Steindór, Eddi og Sóley.