Fréttir

Sund | 26. júní 2009

AMÍ Akureyri

Dagana 25. - 28. júní fer fram Aldursflokkameistaramót í sundi á Akureyri. Um 50 keppendur frá Reykjanesbæ eru á Akureyri en þar er nú sól og yndislegt veður. ÍRB leiddi keppnina framan af en Ægir leiðir nú í þriðja hluta mótsins. Stigastaða efstu 6 liða eftir 31. grein er svohljóðandi:

Ægir 380
ÍRB 339
SH 236
KR 184
ÍA 134
Óðinn 92

Hægt er að fylgjast með beinum úrslitum á heimasíðu Óðins.