AMÍ hafið
Aldursflokkameistaramót Íslands var sett með pompi og prakt í gærkvöldi þar sem sundfólkið fór í skrúðgöngu frá Holtaskóla að Sparisjóði Keflavíkur og nágrennis og sótti farandbikarinn sem veittur er fyrir 1. sæti á AMÍ. Í fararbroddi fyrir sundfólkinu fóru þeir Einar Haraldsson formaður Umf Keflavíkur og Kristján Pálsson formaður Umf Njarðvíkur.
Formaður SSÍ setti mótið og óskaði sundfólkinu góðs gengis í keppninni framundan.
AMÍ er nú með nýju sniði. Mótið fer fram á fjórum dögum og eru þrír mótshlutar á hverjum degi. Að morgni er synt í undanrásum eldri flokka og síðan eru úrslitasundin í kvöldhlutanum. Í miðhlutanum syndir svo sundfólk 12 ára og yngra í beinum úrslitum. Hart er barist í undanrásum og í miðhlutanum því þar nær sundfólkið í stig fyrir félögin sín. Í úrslitahlutunum eru sundmennirnir að keppa um einstaklingsárangur.
Eitt aldursflokkamet var sett í morgun en það gerði sveit SH í 4x50 metra fjórsundi drengja. Drengirnir syntu á tímanum 2:03,94 en gamla metið var 2:06,24 sem ÍRB átti frá árinu 2003.
Stigakeppni félaga stendur þannig eftir 21. grein:
1. sæti ÍRB Reykjanesbæ 569 stig
2. sæti Sf Ægir Reykjavík 509 stig
3. sæti Sf. Óðinn Akureyri 327,5 stig
4. sæti SH Hafnarfirði 319 stig
5. sæti KR Reykjavík 248 stig
6. sæti ÍA Akranesi 193,5 stig
7. sæti Fjölnir Reykjavík 150 stig
8. sæti Breiðablik Kópavogi 43 stig
9. sæti Afturelding Mosfellsbæ 25 stig
10. sæti Vestri Ísafirði 17 stig
11. sæti Ármann Reykjavík 6 stig
12.-15. sæti UMSB Borgarnesi, UMFG Grindavík, Stjarnan Garðabæ og Selfoss með 0 stig.