Fréttir

Sund | 5. apríl 2008

Annað Ol-lágmark/Annað EMU-lágmark/12 gull

Sundfólkið okkar heldur áfram að gera góða hluti. Árni Már byrjaði daginn á stórkostlegu 50 m skriðsundi þegar hann sigraði á 23.23 sem er eingöngu 10/100 frá Ol - lágmarki. Erla Dögg stakk sér síðan í laugina og setti glæsilegt Íslandsmet í 50 m bringusundi á tímanum 32.89 sek. Og skömmu síðar bætti hún öðru Olympíulágmarki í safnið þegar hún setti Íslandsmet í 200 m fjórsundi á stórglæsilegum tíma 2.18.74. Soffía náði sínu öðru EMU- lágmarki, núna í 200 m fjórsundi en áður hafði hún náð lágmarki í 400 m fjórsundi. Árni Már endaði síðan daginn með því að vinna gull í 200 m fjórsundi á mjög góðum tíma, 2.10.74. Karlasveitin átti síðan síðasta sund dagsins sem var 4 X 100 m skriðsund sem þeir sigruðu glæsilega. Alls hefur ÍRB unnið 12 gullverðlaun af 28 mögulegum og fjölda annara verðlauna. Lokadagur mótsins er á morgun og stefnir liðið á fleiri glæsta sigra.