Fréttir

Sund | 11. júlí 2007

Annað silfur hjá Erlu Dögg

Þetta var glæsilegur dagur hjá sundfólkinu okkar á Danska meistaramótinu. Erla Dögg vann til silfurverðlauna í 200m fjórsundi og var alveg við sinn besta tíma og Birkir Már varð í 7. sæti alveg við sinn besta tíma í 100m flugsundi. Flottur endir á mótinu hjá þessu frábæra sundfólki okkar.