Fréttir

Sund | 1. maí 2011

Annar árangursríkur æfingadagur í Vatnaveröld

Sundmenn úr Selum, Höfrungum og Hákörlum áttu aftur saman æfingadag í Vatnaveröld föstudaginn síðastliðinn. Þeir sundmenn sem lengst voru komnir einbeittu sér að 200m baksundi, unnu að bættri tækni sérstaklega varðandi snúninga. Endað var á vel heppnaðri tímatöku þar sem þó nokkrir sundmenn náðu lágmarkstíma fyrir AMÍ þó ekki væri um staðfesta tíma að ræða, margir aðrir sunmenn sáu að þeir voru ansi nálægt því að ná þessum lágmörkum. Yngri sundmennirnir í hópnum einbeittu sér að því ná góðu 100m fjórsundi en það er mikilvægur hluti þess að ná viðmiðum fyrir þá hópa sem eru lengra komnir. Þessi hluti endaði einnig með tímatöku þar sem sumir náðu mjög góðum árangri. Dagurinn endaði á fjöri og leikjum í lauginni. Kærar þakkir til allra þjálfara sem tóku þátt; Anthony, Steindór, Sóley, Guný, Helga, Jóna Helena og Marín. Þið stóðuð ykkur vel sundkrakkar!