Fréttir

Annasöm og árangursrík keppnishelgi hjá ÍRB
Sund | 8. október 2012

Annasöm og árangursrík keppnishelgi hjá ÍRB

 

ÍRB átti enn eina árangursríka og annasama keppnishelgi.

 

Yngstu sundmennirnir voru að keppa og það var frábært að sjá þau synda ný sund og bæta tímana sína. Mótshaldarar gáfu ekki þáttökupeninga að þessu sinni en afhentu þess í stað viðurkenningarskjöl. Við hvetjum foreldra til þess að ræða um þetta á jákvæðu nótunum við börnin. Þegar öllu er á botninn hvolft er það að vera með, að læra eitthvað og þroskast af því að vera á móti og það að bæta tímann sinn sem skiptir mestu máli. Þetta er það sem við ættum að reyna að kenna börnunum að meta, að það að bæta sig er mikilvægara en einhver málmhlutur.  Það mikilvægasta er að vita að þau hafi bætt sig eftir mikla vinnu og að æfingarnar skili sér með árangri.

 

Bestu sundmenn okkar voru ekki í lauginni þessa helgi, það var þó ánægjulegt að bera tíma þeirra frá síðustu helgi saman við tíma bestu sundmanna annarra liða sem kepptu núna um helgina. Okkar sundmenn hefðu raðast hátt meðal jafningja sinna úr örum liðum sem er auðvitað frábært að sjá.

 

Bestu þakkir til þjálfara fyrir mikla vinnu, til foreldra fyrir að koma með sundmennina í laugina og til sundmanna fyrir að vera með og reyna sífellt að ná lengra.