Fréttir

Sund | 30. október 2011

Árangursríkur æfingadagur

Um 50 áhugasamir sundmenn úr Sprettfiskum, Flugfiskum og Sverðfiskum skelltu sér í Vatnaveröld í gær til þess að taka þátt í sameiginlegum æfingadegi þar sem krakkar sem æfa í mismunandi laugum bæjarins hittast og æfa saman í stóru lauginni.

Krakkarnir stóðu sig allir ekki aðeins frábærlega, en sumir voru að æfa í fyrsta inn í stóru lauginni, þau tóku einnig þátt í litlu móti þar sem þau prófuðu að keppa við hvort annað í þeim sundum sem þarf að hafa lokið til þess að færast upp um hóp. Þó auðvitað hafi ekki allir náð þeim tímum sem þarf að ná til að færast milli hópa eflir það sjálfstraustið að æfa sig að synda í dýpra vatni og allir kláruðu að sundin sín sem er frábært.

Eftir góða æfingu þar sem ýmis tækniatriði voru æfð með þjálfurunum Anthony, Sóleyju, Hjördísi, Marínu og Helgu var fjör og leikir þar sem krakkarnir skemmtu sér vel með nýjum vinum.

Takk fyrir allir sem tóku þátt, við hlökkum til að sjá ykkur næsta æfingadag.