Fréttir

Sund | 7. maí 2011

Áríðandi skilaboð varðandi Landsbankamót ÍRB og Uppskeruhátíð ÍRB

Áríðandi skilaboð varðandi Landsbankamót ÍRB og Uppskeruhátíð ÍRB

 

Heil og sæl kæru sundforeldrar / forráðamenn!

 

Hér á eftir fara mikilvæg atriði varðandi störf á Landsbankamótinu og Uppskeruhátíðina að því loknu.

 

Störf á Landsbankamóti:

 

Það styttist í Landsbankamótið, 13. til 15. maí, og lokahófið þar á eftir og undirbúningur er á lokastigi.

 

Kærar þakkir til ykkar sem eruð búin að skrá ykkur til leiks, þið eruð frábær J

En okkur vantar enn að manna slatta af störfum og því bið ég ykkur hin að hafa strax samband við þetta góða fólk hér að neðan og gefa kost á ykkur NÚNA takk J J  ... við hinir foreldrarnir þurfum ykkar hjálp. Hafið samband við:

  • Liðstjórar (til að passa upp á okkar krakka og gefa þeim ávexti á bakka). Elín Rós (ElinRos.Bjarnadottir@akurskoli.is)
  • Riðlastjórnun. Elsie (elsie@bn.is)
  • Húsvarsla í Holtaskóla. Júlli (haholt5@hive.is)
  • Afhenda verðlaun á bakka. Lúlli (lulli@husid.is)
  • Vinna í sjoppu. Anna Lilja (sundi@hive.is)
  • Vinna í mötuneyti. Magnea (849-9017)
  • Dómarar. Sigurþór (sigurthor@hs.is)  ... ég verð sérstaklega að biðja ALLA MEÐ DÓMARARÉTTINDI SEM GETA AÐ GEFA KOST Á SÉR !!!! ... við verðum að fá ykkur öll sem mögulega komast !!!
  • Vinna við uppskeruhátíð. Anna Steinunn (annagunnl@simnet.is )
  • Gefa kost á ykkur í hvað sem er MJÖG GOTT AÐ FÁ NOKKRA SVOLEIÐIS ;) Falur (falurd@simnet.is

Á þessum síðum þá sjáið þið hvaða störf eru laus,

/Sund/Landsbmót%202011/Starfsmenn/ og http://www.umfn.is/Sund/Landsbankamot_IRB_2011/Starfsmenn/ 

 

Eins getið þið fengið allar upplýsingar um Landsbankamótið á síðunum okkar ... www.umfn.is/sund og www.keflavik.is/sund .

 

Matur fyrir starfsmenn á Landsbankamóti

Allir sem starfa á Landsbankamóti, foreldrar og þjálfarar, geta pantað sér mat með því að greiða inn á  1109-15-201495, kt. 480310-0550 og gefa upp nafn ykkar sem tilvísun ... síðan þurfið þið að senda póst á Guðnýju gudnymagg@gmail.com og tilgreina hvaða máltíðir þið hafið pantað. Á heimasíðunum okkar, undir Landsbankamót, sjáið þið hvað er í boði. Fyrir hádegis- og kvöldmata þá greiðum við foreldrar 900 kr. en 300 kr. fyrir morgunmat.

 

Uppskeruhátíð

 

Góðar fréttir, við fengum aukinn styrk frá Landsbankanum, sem gerir okkur mögulegt að lækka verðið úr 2.800 í 2.300 ... þeir sem þegar hafa greitt láta vita af sér við inngang hátíðarinnar og fá endurgreitt. J J

 

Fólk hefur beðið um lengri frest og við verðum við því. Frestur til að skrá sig á hátíðina er framlengdur til þriðjudags 10. maí ... en ég ráðlegg ykkur að bíða ekki, því skráningar tóku kipp í dag ... við höfum aðeins sæti fyrir um 200 manns og fyrstu koma fyrstu fá ... sjáumst eldhress á fyrstu uppskeruhátíð ÍRB, sem við ætlum að gera að árlegum viðburði!!

 

Hér að neðan er bréfið sem ég sendi um daginn ... þar kemur fram hvernig þið skráið ykkur til leiks.

 

Gerum þetta með stæl J

Áfram ÍRB,

kær kveðja,

Gummi.

 

------------------------

 

Bréf sent síðustu helgi:

 

Heil og sæl!

 

Uppskeruhátið ÍRB verður haldin sunnudaginn 15. maí kl. 19:00 í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Uppskeruhátíðin verður þannig haldin að loknu Landsbankamóti ÍRB, en það er einmitt hefð fyrir því í sundheiminum að uppskeruhátiðir séu haldnar í lok stórra móta.

 

Dagskráin verður fjölbreytt, boðið er upp á:

  • Góðan mat :-)  reykt svínakjöt með brúnuðum og óbrúnuðum kartöflum, beikonristuðum grænum baunum, rauðkáli & sósu, öl verður með matnum og ís í eftirrétt
  • Skemmtiatriði, töframaður mætir m.a. á staðinn
  • Stuttar ræður ... engar langlokur :-)
  • Viðurkenningar til sundmanna, það verða margir sundmenn, í öllum hópum, sem fá viðurkenningar. Veittar verða viðurkenningar á grunni hvatningakerfisins okkar, XLR8, fyrir Ofurhuga, fyrir sundmann ársins í hverjum hóp og þann sundmann sem lagði sig mest fram í hverjum hóp.
  • Happadrætti

 

Verðið er 2.800 kr. (hefur verið breytt í 2300) per mann ... allir greiða saman verð, þ.e.a.s. sundmenn, þjálfarar, stjórnarfólk, foreldrar og gestir. Þetta þykir ekki mikið í ljósi þeirrar dagskrár sem boðið er upp á (og þarf að fjármagna) ... og kostar til dæmis vart meira en að fara á einhverja hamborgarabúllu :-) 

 

Það pantar og greiðir hver fyrir sig og sína ... þannig panta og greiða til dæmis foreldar fyrir sig og sína og þjálfarar fyrir sig og sína. Velkomið að panta fyrir maka, systkyni og ömmur og afa.

 

Til að panta og greiða, þá förum við í heimabanka og greiðum inn á reikning 0121-15-201495, kt. 480310-0550 og lætur senda staðfestingu á irbmot@gmail.com Greiða skal 2.300 kr. fyrir jafn marga og þið viljið fá sæti fyrir, ef einhver greiðir til dæmis 6.900 kr. þá fær hann tekin frá 3 sæti fyrir sig. Tekið verður á móti fólki við inngang í Fjölbrautaskólanum og þar verður merkt við lista yfir staðfestar greiðslur :-)

 

Ef þið hafið spurningar varðandi þetta, þá beinið þeim til Guðnýjar, gudnymagg@gmail.com (sími 8954488).

 

!! FRESTUR TIL AÐ GREIÐA OG PANTA ER MÁNUDAGUR 9. MAÍ !! Við bjóðum út matinn og verðum því að ganga frá þessu með góðum fyrirvara.

 

Við viljum gjarnan festa uppskeruhátíð sem þessa í sessi og gera hana árlega, en þá skiptir öllu máli að við gerum þetta að okkar hátíð og fjölmennum saman :-) 

 

Gerum þetta með stæl eins og allt annað, sjáumst eldhress á Uppskeruhátíð ÍRB :-)

 

Fyrir hönd Sundráðs ÍRB og Sunddeilda Keflavíkur og Njarðvíkur,

Sundkveðjur,

Guðmundur.