Árni Már 2/100 frá ÓL
Ární Már Árnason var örskammt frá ÓL lágmarki í 50m skriðsundi á afmælismóti SH sem fram fór í Laugardalslaug í dag. Árni átti best fyrir mótið 23.23 en ÓL lágmarkið er 23.13. Í dag færðist hann enn nær lágmarkinu þegar hann synti á 23.15 sem er frábær tími. Almennt náðu okkar sundmenn góðum árangri, Birkir Már Jónsson synti 200m skriðsund ágætlega og Erla Dögg vann fjórar sundgeinar mjög auðveldlega og var eingöngu 19/100 frá íslandsmetinu í 50m flugsundi. Jóna Helena Bjarndóttiir bætti sinn fyrri tíma í 200m fjórsundi um tæplega þrjár sekúndur og Davíð Hildiberg gerði góða atlögum að EMU lágmörkum. Guðni Emilsson sem er komast í form aftur keppti til úrslita í þremur greinum og virðist vera á réttri braut. Þrenningin Árni Már, Birkir Már og Erla Dögg halda til keppni erlendis nk. mánudag ásamt Steindóri á Mare Nostrum mótaröðina þar sem drengirnir stefna á lágmörk fyrir ÓL en Erla sækir sér meiri keppnisreynslu.