Árni Már Árnason íþróttamaður ársins 2009
Árni Már Árnason var í dag útnefdur íþróttamaður ársins hjá ÍRB á árlegri verðlaunaafhendingu í dag, Gamlársdag.
Til hamingju með titilinn Árni :-) Stjórn og þjálfarar.
Yfirlit yfir árið hjá Árna.
Árið 2009 var gott ár hjá Árna Má Árnsyni. Hann setti tvö íslandsmet á árinu. Bæði metin voru í 25m laug. 50m bringusund og 50m skriðsund. Í 50 skriðsundi tók hann met Arnar Arnarsonar frá 2002.
Árni Már er þá orðinn fljótasti sundmaður íslandssögunnar, því hann á bæði íslandsmetið í 25 m og 50m laug í 50m skriðsundi. Árni Már komst eingöngu til keppni á ÍM 25 í nóvember en þar varð hann Íslandsmeistari í þremur greinum. Árni setti alls 6 innanfélagsmet á árinu. Eftir áramótin hefur hann sett stefnuna á að ná landsliðslágmörkum fyrir næsta stórmót sem er EM 50 í Búdapest í ágúst.
Árni sem æfir á veturna með Old Domain háskólanum í Northfolk, náði lágmörkum fyrir NCAA, sem er meistaramót háskólanna. Það er frábær árangur því það er gríðarsterkt mót. Þar stóð hann sig gríðarlega vel og í ár hefur hann sett hvert skólametið á fætur öðru. Í lok tímabilsins var hann útnefndur sundmaður og nýliði ársins hjá háskólanum.
Árni Már keppti á Smáþjóðaleikunum á Kýpur og náði glæsilegum árangri; fjögur gull, eitt silfur og tvö brons. Gull í öllum boðsundunum, 4 x 200 skr, 4 x100m skrið og 4 x 100m fjór, gull í 50m skriðsundi og mótsmet, silfur í 100m bringu og brons í 200m bringu. Boðsundsveit íslands vann öll boðsundin og þar var hann mikilvægur hlekkur.
Árni keppti á Landsmóti UMFÍ með glæsilegum árangri; 5 gull þ.e. sigur í öllum einstaklingsgreinum. Í lok móts hlaut hann verðlaun fyrir fyrir flestar unnar greinar og besta afrek mótsins.
Árni Már Árnason er frábær fyrirmynd í öllu sem hann gerir, hann er jafnframt gott dæmi um það hvernig hægt er að tengja saman nám og iðkun íþrótta með frábærum árangri.
Stigahæstu sund hans á árinu voru: 50m bringusund í 25m laug og 100 m bringusund í 50m laug.