Fréttir

Árni Már Árnason íþróttamaður Reykjanesbæjar
Sund | 2. janúar 2013

Árni Már Árnason íþróttamaður Reykjanesbæjar

Sundfólk ÍRB stóð sig vel á árinu 2012 og voru tveir þeirra þess heiðurs aðnjótandi að vera valdir íþróttamenn ársins, Árni Már Árnason var á gamlársdag valinn Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson var valinn íþróttamaður Keflavíkur.

Árni er vel að titlinum kominn en hann var glæsilegur fulltrúi okkar á Óympiuleikunum í London. Besti árangur hans á árinu var á Mare Nostrum í Canet þar sem hann varð í 4. sæti og bætti Íslandsmet sitt í 50 skrið. Árni keppti einnig á Evrópumeistaramótinu og var Íslandsmeistari á ÍM50 í 50 og 100 m skriðsundi og 50 m bringusundi.

Davíð er búinn að eiga gott ár, hann keppti á Evrópumótinu í 25 metra laug sem haldið var í Chateres í Frakklandi nú í nóvember þar sem hann náði sínum bestu tímum í 50 metra, 100 metra og 200 metra baksundi. Davíð var Íslandsmeistari á ÍM50 í 50, 100 og 200 m baksundi.