Sund | 14. ágúst 2008
Árni Már með Íslandsmeti í Peking
Árni Már Árnason sló rétt í þessu Íslandsmetið í 50 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking. Hann synti á 22,81 sekúndum og sló met Arnar Arnarsonar en það var 23,02 sekúndur. Árni er fyrstur Íslendinga til að setja met á þessum Ólympíuleikum. Hann var að vonum ánægður þegar ég heyrði í honum áðan og sagðist ekki hafa búist við því að fara svona hratt. Minn spádómur var 22.96 fyrir sundið en Árni gerði gott betur. Til hamingju Árni :-) Stjórn og þjálfarar.