Fréttir

Sund | 11. júní 2008

Árni Már náði Olympíulágmarkinu!!

Árni Már Árnason var rétt í þessu að ná Olympíulágmarkinu í 50 metra skriðsundi á stóru alþjóðlegu sundmóti í Barcelona.  Árni Már hitti heldur betur á gott sund því hann synti nákvæmlega á  Olympíulágmarkinu eða á 23,13 sekúndum. Frábær frammistaða hjá Árna Má, en hann og unnusta hans, Erla Dögg Haraldsdóttir hafa nú bæði náð tilskyldum lágmörkum fyrir þátttöku í Peking.  Erla Dögg og Birkir Már voru einnig á meðal þátttakenda á mótinu í Barcelona og stóðu sig með prýði.  Næst halda þau til Canet í Frakklandi og hefst keppni á því móti núna á laugardaginn.

Innilegar hamingjuóskir Árni Már og Steindór,  stjórn og þjálfarar ÍRB