Fréttir

Sund | 10. júlí 2007

Bæði í úrslit á Danska meistarmótinu í sundi.

Bæði Birkir Már og Erla Dögg tryggðu sér sæti í úrslitunum á morgun. Birkir Már Jónsson synti mjög vel 100m flugsund í undanúrslitunum, endaði í áttunda sæti á tímanum 57,91 og tryggði sér þar með sæti í úrslitunum á morgun. Gaman að sjá að Birkir er búinn að ná sér á strik aftur þar sem síðustu dagar hafa ekki gengið upp hjá honum. Erla Dögg tryggði sér sæti í úrslitum í 100m bringusundi með þriðja besta tímanum, en hún mun ekki taka þátt í þeim þar sem hún einbeitir sér að sinni aðalgrein 200m fjórsundi á morgun. Í undarásum á fimmta degi á Danska meistaramótinu þá keppir Birkir Már í 50m skriðsundi og Erla Dögg í 200m fjórsundi.