Fréttir

Sund | 14. september 2007

Bikarkeppni SSÍ 2008 í Vatnaveröld!

Stjórn Sundsambands Íslands hefur samþykkt umsókn sunddeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, ÍRB, um að halda Bikarkeppni SSÍ árið 2008. Þetta er annað árið í röð sem Bikarkeppnin verður haldin í Vatnaveröld. Ákvörðunin er annars vegar byggð á því hversu vel tókst til með Bikarkeppnina í ár og hins vegar á því viðhorfi að Bikarkeppnina skuli halda í 50 metra laug. Við erum þakklát því trausti sem SSÍ sýnir okkur og fögnum því að fá að halda Bikar 2008 í Vatnaveröld. Mótið fer fram 4. - 6. júlí 2008.