Fréttir

Sund | 29. maí 2010

Bikarkeppni SSÍ fer vel af stað

Bikarkeppni Sundsambands Íslands fór vel af stað í Vatnaveröld Reykjanesbæ. Keppt er í fyrstu og annarri deild, karla og kvenna, 6 lið í fyrstu deild og 5 lið í annarri deild. Góð stemming er á bökkunum og það stefnir í hörku keppni á milli liða. Við hjá ÍRB söknum nokkurra sundmanna, sem ýmist eru stödd í skólum sínum í Bandaríkjunum eða glíma við veikindi. Sundmenn okkar og þjálfarar láta það ekki á sig fá, snúa bökum saman og berjast að krafti, það er metnaður í hópnum og góð stemming. Annar og þriðji hluti í 1. og 2. deild fer fram í dag, laugardag og verður þá ljóst hverjir standa uppi sem bikarmeistarar kvenna og karla 2010.

Staðan í 1. deild eftir 1 hluta af 3 hluta er sem hér segir:

Hjá konum hefur Ægir tekið forystu og er staðan þessi:
1. Ægir 5.251 stig
2. ÍRB 4.916 stig
3. ÍA 4.675 stig
4. SH 4.623 stig
5. KR 4.487 stig
6. Óðinn 4.450 stig

Stigahæsta sund kvenna í þessum hluta átti Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR, 759 stig.

Hjá körlum hefur SH vinninginn og er staðan þessi:
1. SH 5.175 stig
2. Ægir 4.892 stig
3. ÍRB 4.474 stig
4. KR 4.023 stig
5. ÍA 3.834 stig
6. Óðinn 3.477 stig

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson úr ÍRB átti stigahæsta sund karla í þessum hluta, 674.

Staðan í 2. deild er sem hér segir:

Hjá konum er hörkukeppni í gangi og er staðan þessi:
1. Ægir B        4.162 stig
2. Fjölnir       3.484 stig
3. Breiðablik    3.463 stig
4. Ármann        3.438 stig
5. Vestri        3.306 stig

Hin kornunga Rebekka Jaferian sem er aðeins 13 ára átti stigahæsta sund kvenna í þessum hluta, 581.

Hjá körlum er staðan þessi:
1. Fjölnir       3.586 stig
2. Ægir          3.147 stig
3. Breiðablik    3.020 stig
4. Vestri        2.767 stig
5. Ármann        1.526 stig

Kristinn Þórarinsson í Fjölni er duglegur að draga inn stig fyrir sitt félag og synti mjög nærri drengjameti sínu í 100m baksundi sem hann setti í ÍM50 í mars sl.  Kristinn sem er aðeins 14 ára átti stigahæsta sund karla í þessum hluta, 504.