Fréttir

Sund | 26. maí 2010

Bikarkeppnin í sundi

Um næstu helgi mun Bikarkeppni SSÍ fara fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ.  Keppt verður bæði í fyrstu og annarri deild á föstudegi og laugardegi.

 

Í fyrstu deild eru eftirfarandi lið skráð til keppni, KR, SH, Ægir, ÍRB, ÍA og Óðinn. Í annarri deild eru eftirfarandi lið skráð til keppni, Ægir B, Ármann, Breiðablik, Vestri og  Fjölnir.

Allt útlit er því fyrir harða baráttu á mótinu og spennandi verður að fylgjast með gangi mála. Því miður getur lið ÍRB ekki telft fram sínu sterkasta liði, en þrátt fyrir það er stefnan sett hátt og munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hampa titli.

 

Lið af Suðurnesjunum hafa eingöngu unnið Bikarkeppnina í 1. deild fimm sinnum frá upphafi. Keppnin hefur alltaf verið með því sniði að stig karla og kvenna hafa verið lögð saman i keppni um Bikarmeistaratitilinn. Árið 2008 þá var þessari keppni síðan skipt upp í sérstaka Bikarkeppni Karla og Bikarkeppni Kvenna. Lið ÍRB var fyrst lið til að vinna bæði karla og kvennadeildina eftir að því fyrirkomulagi var komið á.

 

Bikarmeistaratitlar í sundi á Suðurnesjunum frá upphafi.

 

1991 lið SFS Bikarmeistari

 

2002 lið ÍRB Bikarmeistari

 

2003 lið ÍRB Bikarmeistari

 

2008 lið ÍRB Bikarmeistarar Karla og Kvenna.