Birkir Már heldur áfram að slá met í USA
Birkir Már Jónsson stóð sig vel í Sun Belt deildinni á úrtökumótinu fyrir NCAA. Birkir setti tvö skólamet í einstaklingssundum og tvö met í boðsundum ásamt því að synda næsthraðasta tíma í sögu skólans í 100m baksundi. Birkir setti skólamet í 100m og 200m flugsundi og er greinilega í fínu formi. Birkir Már ætlar að koma og keppa með okkur á IM 50 og er það okkur mikið gleðiefni. Til hamingju Birkir Már og sjáumst á IM. Stjórn og þjálfarar :-) Þess má geta að Eva Hannesdóttir KR er í sama skóla og Birkir Már. Hún var einnig að standa sig mjög vel, tvö skólamet í einstaklingssundi og þrjú í boðsundi. Frábært að vita til þess að íslenskt sundfólk sé að standa sig svona vel í harðri keppni háskólanna í USA.
Birkir Már að keppa í flugsundi