Birkir Már Jónsson sundmaður Keflavíkur 2009
Birkir Már Jónsson var fyrir áramót kosinn sundmaður Keflavíkur árið 2009.
Birkir Már Jónsson varð á árinu 2009 Íslandsmeistari í 4 greinum. Birkir keppti með landsliði Íslands á Smáþjóðaleikununum á Kýpur. Þar vann hann til þriggja gullverðlauna og einna silfurverðlauna. Hann var í boðsundssveit Íslands á leikunum, en sveitin vann öll boðsundin þar sem hann var mikilvægur hlekkur.
Birkir er nú á öðru ári við nám við Háskólanum í New Orleans. Þar hefur hann staðið sig mjög vel og sett nokkur skólamet, jafnframt því að setja met í deildinni sem skólinn hans keppir í. Birkir var á árinu einnig valinn sundmaður vikunnar í deildinni. Birkir Már Jónsson er góð fyrirmynd, jafnframt er hann einnig gott dæmi um það hvernig hægt er að tengja saman nám og iðkun íþrótta með frábærum árangri.
Stigahæstu sund hans á árinu voru: 50m flugsund og 200m skriðsund í 50m laug.
Til hamingju Birkir :-), stjórn og þjálfarar.