Bráðskemmtileg sundferð til Vestmannaeyja
Nú um helgina sóttu ungir sundmenn úr ÍRB Vestmannaeyinga heim. Krakkarnir voru á aldrinum 9 - 12 ára. Ferðin var stórskemmtileg í alla staði og voru okkar krakkar til fyrirmyndar á öllum vígstöðum þ.e. í sundlauginni, á gististaðnum, í matsalnum, á kvöldvökunni og síðast en ekki síst í Herjólfi. Kærar þakkir fá þeir aðilar sem gáfu sig fram í fararstjórn og stóðu sig með mikilli prýði.
Sundkveðjur, þjálfarar.