Breyttar æfingatöflur
Þrátt fyrir að við höfum undirbúið okkar æfingaáætlanir vel, þá var okkur óvænt tilkynnt að nokkrir tímar stönguðust á við aðra starfssemi. Það var því óhjákvæmilegt að gera breytingar á æfingatöflum í Vatnaveröld fyrir sundmenn 6 - 11 ára og í Heiðarskólalaug. Breytingarnar í Vatnaveröld felast í því að tímar Sæhesta á mánudögum eru færðir til föstudags, og við það hliðrast um leið tímar annarra hópa á föstudögum. Breytingar í Heiðarskólalaug felast fyrst og fremst í því að tímar hópa 1 og 2 og þriðjudögum færast annars vegar til mánudags og hins vegar til miðvikudags, um leið breyttum við tímasetningum á fimmtudögum lítillega.
Nýjar æfingatöflur má sjá hér. Við biðjumst forláts á þessum breytingum, enda gerum við okkur grein fyrir því að þær geta falið í sér röskun fyrir sundmenn og fjölskyldur þeirra. En eins og fyrr segir, þá áttum við engan annan kost. Ef breytingarnar koma sér mjög illa, þá bendum við foreldrum á að bera það upp við þjálfara.
Stjórn og þjálfarar