Fréttir

Bringusundsstelpurnar stóðu sig best af ÍRB krökkunum í fyrsta hluta
Sund | 14. desember 2012

Bringusundsstelpurnar stóðu sig best af ÍRB krökkunum í fyrsta hluta

Ólöf Edda náði glæsilega sínum besta tíma á tímabilinu í 100 bringu, Berglind bætti tíma sinn um sekúndu  og náðu þær báðar í úrslit í kvöld. Þær syntu báðar á 1:16 og meira en sekúndu hraðar en síðdegissundið á ÍM25. Svona á að gera þetta stelpur!!! Til hamingju!

Íris Ósk komst í úrslit en var 2 sekúndum frá sínum besta tíma, ÍRB telpnametinu. Riðillinn var fremur hægur og aðeins 8 sundmenn syntu. Þú kýlir á það í kvöld Íris!

Birta María mun keppa í 800 skrið í kvöld og er skráð inn með 7. besta tímann. Gangi þér vel!

Kristófer synti á 3. besta tíma sínum á ferlinum í 200 skrið en var tveimur sekúndum frá besta tíma sínum frá því á ÍM25, ÍRB piltametinu. Til þess að ná í úrslit hefði hann þurft að ná þeim tíma.

Jóhanna og Erla syntu báðar á minna en 0,2 sek frá bestu tímum sínum í öruggu sundi í morgun.

Allir sjö sundmennirnir keppa í einni grein á dag svo mótið er rétt að byrja. Enginn af krökkunum er enn búinn að synda sína bestu grein.