Fréttir

Sund | 24. júní 2007

Dagur 2 hjá hjólreiðaköppunum.

Hæ allir ÍRB-ingar og aðrir !

Jæja þá er dagur 2 á enda komin og allir þreyttir enda var mjög erfitt að hjóla í þessari norðan átt eins og hún var hér .(Og menn héldu að við vissum hvað rok væri) Þessir hjóreiðamenn sem eru að takast á við þetta verk eru súpermenn í mínum augum. Við lögðum af stað kl 07:00 frá Borgum til Hvammstanga sem erum ca 100 km og fórum að bændagistingu sem heitir Brekkulækur og móttökur hér eru frábærar . Nú eftir erfiðan dag var farið í sund á Hvammstanga og borðað þar í einu sjoppu bæjarins . Svo  var farið beint í háttinn enda allir þreyttir. Þegar við fórum frá Borgarnesi rákumst við á nokkra Suðurnesjamenn eins og Einar Haraldsson og fleirri. Núna hefur þessi hópur hjólað ca. 257 km og það er frábært hjá þessum mönnum.
Kv.  í billi Jón Kr