Dagur þrjú hjá hjólreiðaköppunum.
Hæ ÍRB-ingar.
Við vöknuðum upp kl 06:30 og fórum í morgunmat. Allir heilir og hressir eftir þó nokkuð erfiða hjólaferð um Norðurárdal í hvassri norðanátt. Eftir góðan morgunmat var farið af stað. Dagurinn var mjög góður, logn en engin sól sem er gott fyrir hjólamennina. Farið var frá Brekkulæk að Flugumýri sem er rétt hjá Varmahlíð. Þessi ferð var mjög auðveld og allir hressir. Eftir 120 km hjólreiðatúr var farið í sund í Varmahlíð og farið í háttinn snemma enda mjög þreyttir og stefnan sett á að vakna snemma. Einn úr hópnum hættir hér í Varmahlíð og fer heim til sín á Akranes. Það er hann Guðgeir sem verður að fara heim og færum við honum miklar þakkir fyrir hans framtak.
Kveðja Jón Kr., Halli og Júlli