Fréttir

Danmörk 2012
Sund | 8. ágúst 2012

Danmörk 2012

 

Meirihluti sundmanna í afrekshópum ÍRB ferðaðist til Danmerkur nú síðsumars í 7 daga æfingabúðir. Hópurinn sem samanstóð af 31 sundmanni og 5 starfsmönnum flaug til Billund áleiðis til Esbjerg þar sem gist var á Dan Hostel og fóru æfingar fram í 50 m sundlaug sem var við tveimur húsum neðar við sömu götu. Hostelið, maturinn og laugin voru frábær og hentuðu algjörlega okkar þörfum. Æfingabúðirnar voru undirbúnar með 5 daga æfingabúðum í Vatnaveröld þar sem sundmenn voru gerðir klárir fyrir vikuna framundan.  


Tvær sundæfingar voru á dag fyrir utan fyrsta daginn og daginn sem við fórum í Legoland en þá daga var ein æfing. Áherslan í æfingabúðunum var sett á tækni og var unnið með öll sundtök, snúninga og start. Hverri æfingu fylgdi DVD mynd þar sem farið var yfir allt sem yrði gert á næstu æfingu. Þetta skipulag hámarkaði þær framfarir sem við sáum þessa viku og lögðu sundmenn mikla vinnu í alla þá þætti sem farið var yfir. Þetta var gríðarlega árangursríkt og skemmtilegt og við sáum mjög miklar framfarir á þessari viku. Hamingjuóskir til ykkar allra sundmenn.

 





Hvað skemmtun varðar voru búðirnar frábærar, ég held ég hafi aldrei verið hluti af búðum þar sem hlegið var eins mikið og keppnin eins áköf. Krakkarnir skemmtu ekki aðeins sér vel í frítímanum í lauginni á stökkbrettum og fljótandi þrautabraut heldur líka utan laugar. Krökkunum var skipt í þrjú lið, Vínrautt, Hvítt og Blátt.  Hver hópur var með sinn fararstjóra, Hörpu, Önnu eða Sigurþór og svo var hvert lið með tvo liðsstjóra sem voru Jóhanna Júlía og Kristófer, Jón Ágúst og Berglind og svo Erla og Sveinn Ólafur.  Liðsstjórarnir lögðu heilmikið á sig og fengu stuðning frá öðrum eldri sundmönnum í hópunum. Fararstjórarnir voru einfaldlega yndislegir og ánægjulegt að vinna með þeim. Sú mikla vinna sem þeir lögðu á sig, rósemi  þeirra, hversu mikið þeir nutu þess að taka þátt í upplifuninni og öruggur stuðningur þeirra skipti sköpum í því að gera þessa viku árangursríka. Bestu þakkir til þeirra!




Þegar vikan var hálfnuð fórum við til Billund í Legoland. Dagurinn byrjaði með úrhellisrigning sem í fyrstu dró aðeins kjarkinn úr okkur en þegar allir voru komnir í gular regnslár vorum við tilbúin að njóta dagsins. Sólin braust svo fram úr skýjunum um klukkutíma síðar og allir skemmtu sér konunglega. Flestir í hópnum eyddu einhverjum tíma með öllum hinum í hópnum á einhverjum tímapunkti, eignuðust nýja vini og kynntust hvert öðru betur.  Starfsfólkið var ekki skilið útundan og það var frábært að vera með þessu skemmtilega unga fólki.  Ísinn frá Ben and Jerry´s sló sérstaklega í gegn!!!

Fimm áskoranir voru lagðar fyrir liðin þrjú. Í tveimur áskorunum, ÍRB Idol og ÍRB so you think you can dance, fengu liðin æfingatíma til þess að undirbúa tvö atriði og náðu þau að gera ótrúlega sniðug og frumleg atriði  eftir aðeins þriggja tíma undirbúning. Hinar þrjár áskoranirnar voru ÍRB Fear Factor, Weetabix áskorunin og Berrocca (froðu) áskorunin. Hörð keppni var í þeim öllum og vann hver hópur a.m.k. eina áskorun og sást vel hve miklir keppnismenn krakkarnir eru allir.  


Á kvöldin horfði liðið á sundkeppni Ólympíuleikanna í flottu herbergi með stóru tjaldi og skjávarpa. Þar urðum við vitni að einhverjum af bestu sundum sem synt hafa verið.

Ég vil nota tækifærið og þakka aðstoðarþjálfaranum mínum henni Hjördísi fyrir þessa ótrúlegu viku. Hjördís skildi algjörlega markmið búðanna og hellti sér úr í þessa áskorun að fullu. Stöðuglyndi hennar og áhugi er dýrmætur og ég met framlag hennar til liðsins mikils.


 



Þetta eru sennilega bestu æfingabúðir sem ég hef fengið þá ánægju að vera hluti af. Tæknilegar framfarir voru gríðarlegar. Sundmenn víkkuðu út sinn þægindaramma bæði í lauginni og utan hennar þar sem margir „feimnir“ sundmenn slógu til og voru með í áskorununum og sigruðust sumu því sem þeir óttuðust. Krakkarnir voru glaðir langmestan hluta ferðarinnar og þó þreyta orsakaði einstaka smá árekstrum var fljótt unnið úr þeim málum  og þau gleymd og grafin. Þetta er nú allt hluti af því að þroskast.



Bestu þakkir til allra sem komu að þessari ferð. Ég get ekki beðið eftir nýja tímabilinu með þessum frábæra hópi sundmanna.

Anthony Kattan