Davíð 2. í 100 bak og Soffía 3. í 200 flug
Davíð var rétt í þessu að ná öðru sæti í 100m baksundi á NMU í Færeyjum, á tímanum 57,66 sek, um sekúndu á eftir Svíanum Mattias Carlsson. Í morgun varð Soffía þriðja í 200m flugsundi, á tímanum 2:24,05 mín, Jóna Helena varð í fimmta sæti á 2:29,72. Elfa varð sjöunda í 200m skriðsundi á 2:12,03 mín. Flott tilþrif hjá okkar fólki.
