Davíð Hildiberg stigahæstur á SH mótinu
Sundmót SH fór fram um helgina í nýrri og glæsilegri sundlaug Hafnfirðinga. Nokkkur hluti af sundmönnum elsta hóps tóku þátt í mótinu og var árangurinn góður. Ekki voru veitt verðlaun fyrir hverja grein, en átta stigahæstu sundmenn í karla- og kvennaflokki fengu bikar að launum. Þar áttum við ÍRB-ingar þrjá fulltrúa, það voru þau Jóna Helnena Bjarnadóttir sem hafnaði í 8. sæti, Diljá Heimisdóttir sem var í 7. sæti og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson sem varð stigahæstur í karlaflokki. Talsvert var um bætingar hjá sundmönnunum og lofar það góðu um framhaldið, en íslandsmeistaramótið í 25m laug fer fram eftir tæplega mánuð. Yngri hópurinn keppir síðan um næstu helgi á sundmóti Fjölnis í Reykjavík.