Fréttir

Sund | 28. desember 2011

Davíð Hildiberg sundmaður Keflavíkur 2011

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson var í kvöld útnefndur sundmaður Keflavíkur 2011.

Davíð Hildiberg hefur átt frábært ár. Hann æfir núna í Arizona í Bandaríkjunum og stundar nám við háskóla þar.

Hæstu FINA stigin sín hlaut hann fyrir 100m baksund í 50m laug á Íslandsmeistaramóti í apríl. Hann fékk 736 stig fyrir þá grein, þar sem 1000 stig eru heimsmetið. Hann fékk einnig yfir 700 FINA stig í bæði 50m og 200m baksundi og í því síðarnefnda setti hann nýtt ÍRB met í karlaflokki. Hæstu stigum í 25m laug náði hann á metamóti ÍRB en þar fékk hann 668 stig fyrir 100m baksund.

Davíð var hluti af landsliði Íslands sem fór á Smáþjóðaleikana.
Davíð vann silfur í 100m baksundi á Smáþjóðaleikunum og brons í 200m baksundi. Hann var einnig baksundsmaðurinn í sveitinni sem fékk gull á leikunum í 4x100m fjórsundi og var einnig í sveitunum sem fékk silfur fyrir 4x100m skriðsund og 4x200m skriðsund. Davíð var einnig hluti af hópnum sem vann Aldurflokkameistaramót Íslands, AMÍ, í ár. Hann vann einnig bikar á Landsbankamóti ÍRB fyrir stigahæsta 200m sundið.

Frábær árangur hjá þessum unga manni. Til hamingju Davíð!