Davíð með silfur í 100 bak og Íslandsmet í boðsundi
Davið Hildiberg vann silfur í 100 m baksundi á Smáþjóðaleikunum í dag. Hann var á tímanum 57.91 sem er rétt frá hans besta tíma 57.23 frá því á ÍM50 2012. Davíð var einnig hluti af boðsundsveit Íslands sem setti nýtt Íslandsmet í 4x200 skriðsundi og vann til silfurverðlauna. Davíð synti sinn hluta á 1:54.90 sem er 2.5 sekúndna bæting á hans tíma.
Til hamingju með glæsilegan árangur Davíð og aðrir íslenskir sundmenn og gangi ykkur vel í því sem eftir lifir mótsins.
Fleiri fréttir af mótinu má lesa á vef Sundsambands Íslands