Dómaraskortur
Ágætu foreldrar !
Oft er þörf en nú er algjör nauðsyn. Í gegnum tíðina þá hafa dómarar komið úr foreldrahópnum og unnið á mótum fyrir félagið dómarastörf sem til falla eða þau sem félagið þarf að uppfylla eins og á AMÍ, ÍM og Bikar. Með breyttu landslagi í sundlaugarmálum ( þ.e. tilkomu innilauga með 6 – 8 brautir ) þá hefur þörfin fyrir aukin fjölda dómara aukist enn meir, og höfum við jafnvel átt í erfiðleikum með að manna þau störf sem okkur ber skylda til á SSÍ mótum. Reynslan hefur sýnt okkur að þeir foreldrar sem fylgja börnum sínum eftir alla leið í gegnum sundferilinn, þar hefur brottfall orðið minna og börnunum hefur farnast betur. Það að taka að sér dómgæslu um leið og fólk fylgist með barninu sínu keppa, er ágætis viðbót og gefur um leið betri innsýn í sundíþróttina. Dómaranámskeið í sundi er eitthvað sem allir geta sótt, jafnvel þeir sem ekki kunna að synda og dómgæsla í sundi er eitthvað sem allir geta tekið að sér.
Nú viljum við foreldrar góðir leita til ykkar um það að þið skráið ykkur á dómaranámskeið og komið til starfa fyrir okkur um leið og þið öðlist innsýn í íþróttina og hjálpið félaginu með að uppfylla þær skyldur sem því ber.
Margar hendur vinna létt verk J
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 30. mars hjá:
eða steindor.gunnarsson@njardvikurskoli.is
Með von um sem flestir skrái sig J
Steindór Gunnarsson yfirþjálfari ÍRB