Dósasöfnun !
Við ætlum í dósasöfnun laugardaginn 29. mars.
Sverrir hjá Nýsprautun,Njarðarbraut 15 í Njarðvík ætlar að lána okkur húsnæðið til að telja dósir. Það verður að fylgja foreldri eða forráðamaður hverju barni. Okkur vantar bæði einstaklinga í talningu og keyrslu.
Dósasöfnunin hefur heppnast vel síðustu skiptin sem við höfum verið með hana. Foreldri og barn fá ágóðann, hann deilist niður á einstakling sem leggja til sitt vinnuframlag.
Þeir sem vilja byrja á föstudag, geta hitt mig niðrí sundlaug eftir æfingu og fengið hverfi. Við verðum með ruslapoka. Hinir fá poka á laugardeginum í Nýsprautun, mæting klukkan 11:00. Þetta ætti að taka svona 3-4 tíma.
Þessi söfnun er bara fyrir krakkana sem eru að fara erlendis í æfingaferðina í sumar.
Núna er upplagt að tala við sína nánustu um að safna dósum fyrir ykkur um páskana.
Ef þið hafið einhverjar spurningar hafið þá samband Anna María 6903230.