Drengjamet í boðsundi !
Liðsmenn ÍRB voru að bæta enn einu meti í safnið. Nú var það drengjasveitin sem setti nýtt met í 4 x 200m skriðsundi á tímanum 8.40.72. Gamla metið átti sveit ÍRB frá árinu 2006 8.51.36.
Frábær bæting hjá hjá glæsilegum piltum. Sveitina skipuðu: Hermann Bjarki Níelsson, Vilberg Andri Magnússon, Ingi Rúnar Árnason og Rúnar Ingi Eðvarðsson.