Duglegir krakkar á Akranesleikum
Hinir árlegu Akranesleikar fóru fram um síðastliðna helgi. Líkt og venjulega var nokkuð kalt á sundlaugarbakkanum, en þrátt fyrir það virtust allir skemmta sér konunglega á mótinu. Vegna samsetningar hópsins í ár þá breyttum við fyrirkomulaginu þannig að við gistum aðeins eina nótt, og á sunnudeginum þá urðu 11 ára og eldri fram eftir degi en þeir yngri fóru heim. Þrátt fyrir kulda og rok náðust ótrúlega góðir tíma í sumum greinum, nokkur AMÍ lágmörk komu í hús ásamt því að boðsundssveitirnar okkar 10 ára og yngri lofa góðu fyrir framtíðina. En inn á milli birtust þó tímar sem voru ekki alveg það sem lagt var upp með, en af því lærum við því öll keppni fer í reynslubankann og nýtist í framtíðinni. Þrátt fyrir að 10 ára og yngri séu flokkuð í úrslitum þá fengu þau eingöngu þátttökuverðlaun, en hefðu annars unnið til fjöldann allra af verðlaunum. Við vorum eingöngu með fjóra keppendur ellefu ára og eldri sem stóðu sig með stakri prýði, en Aron Fannar Kristínarson vann til tvennra verðlauna. Þetta mót var lokahnykkurinn á tímabilinu fyrir Sverðfiska en Háhyrningar æfa af krafti fram að AMÍ. Við munum síðan verða með lágmarkamót á mánudaginn 8. maí til þess að bæta við greinum fyrir sundmennina. Takk fyrir helgina sundmenn og sjáumst hress í haust. Þjálfarar og fararstjórar.
Úrslit og ný met fyrir neðan:
Akranesleikar-met
Bergþóra Sif Árnadóttir 100 Skrið (25m) Hnátur-Njarðvík