Einar Þór Ívarsson með aldursflokkamet
Einar Þór Ívarsson ÍRB sló sveinametið í 400m fjórsundi á innanfélagmóti ÍRB í Vatnveröldinni í kvöld. Einar synti gríðarlega vel og kláraði sundið á tímanum 5.35.87 og bætti um leið 12 ára gamalt met Gunnars Steinþórssonar úr UMFA sem var 5.36.47. Jóna Helena Bjarnadóttir bætti innanfélagsmet í 1500m skriðsundi og þeir Davíð Hildiberg og Kristinn Ásgeir syntu á sínum bestu tímum í 100m flugsundi
.