Fréttir

Eiríkur Ingi er sundmaður mánaðarins í Keppnishópi
Sund | 25. janúar 2013

Eiríkur Ingi er sundmaður mánaðarins í Keppnishópi

Sundmaður janúarmánaðar í Keppnishópi er Eiríkur Ingi Ólafsson. 

 

1) Hve lengi hefur þú stundað sund?
Næstum fjórtán ár. Ég byrjaði í ungbarnasundi þegar ég var lítill og fór svo beint að æfa sund í frammhaldi af því. 
2) Hve margar æfingar stefnir þú á að ná á viku núna?
8-9 æfingar á viku. 
3) Hvaða aðrar æfingar stundar þú til þess að hjálpa þér í sundinu?
lyftingar hjá Inga Gunnari svo fer í líka svoldið út að hjóla. 
4) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu 6 mánuði?
Fara á ÍM 50, fara undir 1:00 í 100m skriðsundi og bæta Fina litinn minn.  Og klára fullt ár í Sérsveit.

5) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu tvö ár?
Komast í unglingalandslið og landsliðshóp ÍRB 
6) Hver er besta upplifun sem þú hefur átt með sundliðinu?
Þegar við fórum til Danmerkur var rosalega skemmtilegt. 
7) Hvaða mót sem þú hefur farið á heldur þú mest upp á?
AMÍ 2012 þá tel ég mig hafa sýnt mína bestu frammistöðu frá því ég byrjaði að keppa fyrir alvöru. 
8) Hvaða sund eða annan árangur hefur þú verið ánægðust með?
Að hafa verið sundmaður ársins í sveina flokki á lokahófi ÍRB eftir Landsbankamót 2012. 
9) Hverjar eru uppáhalds greinarnar þínar?
Mér finnst gaman að synda öll sund. En í uppáhaldi eru skriðsundgeinarnar allar og 400m fjórsund.
10) Hvað fær þig til þess að vakna á morgnanna og mæta á æfingu?
Vekjaraklukkan og mamma að vekja mig. En ég hef ákveðið að verða betri sundmaður þessvegna veit ég að ég þarf að mæta á allar þær æfingar sem ég get og þar eru morgunæfingarnar stór hluti. 
11) Til hvaða sundmanna lítur þú mest upp til?
Ryan Lochte erlendis og Davíð Hildiberg  
12) Til hverja utan við sundið lítur þú mest upp til?
Ég lít upp til fjölskyldunnar minnar. Við erum öll miklir vinir og hjálpumst að við að gera lífið skemmtilegt.
13) Hvert í heiminum langar þig mest til þess að ferðast?
Mig langar að fara til Dubai  og New York.
14) Er eitthvað annað en sund sem þú hefur ástríðu fyrir?
Bílar, ég elska bíla. Get ekki beðið þar til ég fæ bílpróf. Ég hef líka rosalega gaman af tónlist og youtube .
15) Hver er uppáhalds bókin þín og bíómynd?
Ég les ekki bækur en hlusta á hljóðbækur. Síðasta bók sem ég hlustaði á var Víti í Vestmanneyjum. Uppáhalds bíómyndirnar mínar eru James Bond myndirnar. 
16) Hvert er uppáhalds nammið þitt?
Bland í poka, borða allt nammi og mikið af því á laugardögum. En virku dagana stelst ég í suðusúkkulaði.
17) Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í einu orði?
Music man 
18) Hver er uppáhalds teiknimyndapersónan þín, úr bókum, sjónvarpsþáttum eða bíómyndum? 
Hulk því hann er svo kjötaður.