Fréttir

Sund | 13. janúar 2012

Eldri hópur - sund er frábær líkamsrækt

Viltu æfa sund en stefnir ekki á stórmót erlendis? Viltu æfa sund þér til skemmtunnar undir handleiðslu bestu þjálfara landsins? Þá er Eldri hópur fyrir þig. Eldri hópur hefur verið í boði hjá sunddeildinni í nokkurn tíma og fyrir sundmenn 13 ára og eldri sem eru vel syndir og hafa jafnvel æft áður fyrr. Þetta er hópur sem æfir undir þjálfurunum Anthony Kattan og Eðvarði Þór Eðvarðssyni. Hver sundmaður mætir eins og hann vill og setur sér sjálfur sín eigin markmið, hvort sem það er að keppa á einhverjum mótum eða bara vera í góðum félagsskap og stunda skemmtilega íþrótt. Í þessum mánuði hafa verið gerðar ákveðnar breytingar á æfingartímum Eldri hóps. Sundmönnum býðst að synda 5 seinnipartsæfingar og eina laugardagsæfingu kl. 8:00 um morgunin. Mánaðargjaldið hefur verið lækkað um 1.500 kr. Æfingartöfluna má sjá hér og gjaldskrána hér!

Skráið ykkur endilega með því að hafa samband við gjaldkera:

KEFLAVÍK: Hjördís Kristinsdóttir gsm: 8460621 netfang: hjordiskrist@gmail.com