Fréttir

Sund | 22. júní 2008

Enn eitt metið á AMÍ

Sigrún Brá Sverrisdóttir Fjölni var rétt í þessu að setja Íslandsmet á AMÍ í 200m skriðsundi þegar hún synti á 2:01,55 mín. og bætti eigið met frá því í nóvember 2007 um 3/100 úr sekúndu. Nú eru einungis nokkur sund eftir þennan klukkutíma sem eftir er af AMÍ í Reykjanesbæ. Í kvöld tekur svo við skemmtilegt lokahóf þar sem um 400 gestir verða í Íþróttahúsinu við Sunnubraut.