Enn fleiri Calella fréttir
Í gær og dag hafa sundmennirnir æft af krafti á milli þess sem farið hefur verið á ströndina og slegið á létta strengi. Í kvöld fór hópurinn út að borða og þá um leið fögnuðum við afmælisbarni dagsins, en Lilja María á 15 ára afmæli í dag. Myndin hér að neðan var tekin af Lilju Maríu og Hermanni, sem átti afmæli þann 28. júlí, eða daginn sem ferðin hófst. Á morgun er síðasti æfingin fyrir hádegi og síðan verður haldið í vatna-skemmtigarð. Búið er að bæta við fleiri myndum.