Enn og aftur slær Erla Dögg Íslandsmet
Erla Dögg Haraldsdóttir gerir það ekki endasleppt í metaslætti þessa dagana. Hún bætti Íslandsmetið í 100 metra bringusundi á sundmóti í Canet sem tilheyrir hinni sterku Miðjarðarhafsmótaröð. Erla Dögg hafnaði í 5. sæti í A - úrslitum þegar hún synti á tímanum 1:10,66, sannarlega glæsilegt hjá Erlu. Varla þarf að taka það fram að þessi tími er langt undir Olympíulágmarkinu í þessari grein. Þeir Árni Már Árnason og Birkir Már Jónsson voru einnig á meðal keppenda í dag og stóðu sig með prýði t.a.m. lenti Árni í 3. sæti í B - úrslitum í 50 m. skriðsundi.
Til hamingju Erla og Steindór, stjórnir og þjálfarar