ENN VANTAR STARFSFÓLK Á AMÍ
Nú þegar einungis nokkrir klukkutímar eru í AMÍ vantar enn starfsfólk á mótið.
Meðal annars vantar dómara á AMÍ I 7. og 8. hluta á sunnudeginum, dómara á AMÍ II alla daga
nema fimmtudag, ræsi á AMÍ II, hlaupara, riðlastjóra og starfsfólk í eldhús. Við viljum biðja
þau félög (rautt letur) sem ekki hafa náð að skila starfsfólki miðað við skráningar að skila sem
fyrst inn nöfnum á sundsamband@sundsamband.is. Þau félög sem þegar hafa skilað inn
tilætluðum skráningum eru vinsamlega beðin um að skoða hvort að þau geti bætt við
starfsfólki eins og ÍRB hefur gert. Skiptingu starfa má sjá hér!
Skammtar alls | skammtur = eitt hlutverk í einn hluta | ||||||||||
Skammtar | Skráningar | ||||||||||
ÍRB | 119 | 29% | 342 |
21% |
|
|
|
|
| ||
Ægir |
53 |
13% |
320 |
20% |
|
|
|
|
| ||
SH |
41 |
10% |
200 |
12% |
|
|
|
|
|
| |
KR |
31 |
8% |
161 |
10% |
|
|
|
|
|
| |
Óðinn |
31 |
8% |
187 |
12% |
|
|
|
|
|
| |
ÍA |
27 |
7% |
111 |
7% |
|
|
|
|
|
| |
Breiðablik |
17 |
4% |
62 |
4% |
|
|
|
|
|
| |
Vestri |
9 |
2% |
46 |
3% |
|
|
|
|
|
|
|
Fjölnir |
25 |
6% |
95 |
6% |
|
|
|
|
|
|
|
UMSB |
0 |
0% |
14 |
1% |
|
|
|
|
|
| |
Stjarnan |
3 |
1% |
5 |
0% |
|
|
|
|
|
| |
UMFA |
5 |
1% |
24 |
1% |
|
|
|
|
|
| |
Ármann |
4 |
1% |
26 |
2% |
|
|
|
|
|
|
|
Selfoss |
2 |
0% |
7 |
0% |
|
|
|
|
|
|
|
UMFG |
0 |
0% |
11 |
1% |
|||||||
Alls | 412 | 1611 |
Þeir sem boðist hafa til að vera í öðrum störfum
Óðinn 8 sinnum í eldhús
Fjölnir 9 sinnum í eldhús
Ægir 2 sinnum í eldhús
KR 2 sinnum í eldhús
Almenn ákvæði - SSÍ
9. grein - Skyldur þátttökuliða á SSÍ-mótum
Aðildarfélög skulu sjálf bera allan kostnað vegna ferða til og frá mótsstað, svo og kostnað
vegna fæðis og gistingar. Félög skulu útvega starfsfólk í hlutfalli við fjölda skráninga miðað
við stærð laugar. Mótshaldari skal gera grein fyrir starfsmannaþörf um leið og mót er auglýst
og skulu félög skila lista um starfsmenn samhliða skráningu keppenda. Sú almenna regla skal
gilda að félög skili að lágmarki einum starfsmanni og þau félög sem starfa innan 120 km fjarlægðar
frá mótsstað skulu skila tvöföldum fjölda starfsmanna á við þau félög sem lengra eiga að.
Stjórn SSÍ hefur heimild til að beita félögum viðurlögum t.d. fésektum og/eða vísa þeim frá
keppni láti þau undir höfuð leggjast að að skila tilskyldum fjölda starfsmanna.
Skal stjórn SSÍ beita félög viðurlögum ef um ítrekuð brot á þessari reglu er að ræða.
Munið að greiða fyrir AMÍ pakka áður en lagt er af stað!!!!
Þá viljum við einnig minna félög á að matar- og gistipassar verða afhentir frá 16:00 – 19:00
í Holtaskóla miðvikudaginn 18. júní og þá aðeins gegn framvísun á staðfestingu á greiðslu
(til dæmis útprentun úr heimabanka). Greiðslur fyrir AMÍ-pakka átti að greiðast inn á reikning
ÍRB fyrir mánudaginn 16. júní, reikningsnúmer 1191-05-401721, kt. 5310952519.