Fréttir

Sund | 3. ágúst 2011

Erla Dögg 17. á heimsmeistaramótinu

Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍBR lauk keppni í 17. sæti í 50 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í Kína.

Erla synti á 32,10 sekúndum en Íslandsmet Erlu er 31,96. Hún var einu sæti og 10/100 frá því að komast í milliriðla en síðasti tíminn inn í milliriðlana voru 32 sekúndur sléttar.

Erla var með besta árangur íslenskra sundmanna á mótinu. Til hamingju Erla, vel gert.