Erla Dögg hlaut styrk úr Afrekskvennasjóði Glitnis.
Sjö íþróttakonur fengu í gær úthlutað úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ en sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri.
Að þessu sinni voru tvær og hálf milljón króna til úthlutunar. Þær sem fengu styrk að þessu sinni eru:
Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona sem stefnir ótrauð að þátttöku á ÓL í Peking.
Embla Ágústsdóttir, sundkona úr íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, sem á Íslandsmetið í öllum þeim sundgreinum sem hún keppir í.
Erla Dögg Haraldsdóttir sundkona sem hefur verið í stöðugri framför og keppir að því markmiði að tryggja þátttökurétt á ÓL síðar á árinu.
Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona, sem er eina sundkonan sem tryggt hefur sér þátttökurétt á ÓL í sumar.
Sigrún Brá Sverrisdóttir sundkona sem hefur á undanförnum árum sýnt stöðugar framfarir og á nú þrjú gildandi Íslandsmet í kvennaflokki og 16 í unglingaflokkum.
Silja Úlfarsdóttir frjálsíþróttakona sem er ein af okkar bestu frjálsíþróttakonum og er nálægt lágmörkum fyrir ÓL í Peking í 400 metra grindahlaupi.
Sonja Sigurðardóttir sundkona, sem hefur nú þegar tryggt sér þátttökurétt í 50 metra baksundi á ÓL fatlaðra sem keppir á opna Breska meistaramótinu.
Alls bárust 97 umsóknir í Afrekskvennasjóðinn að þessu sinni og nam heildarfjárhæð þeirra um 150 milljónum króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í september 2008