Erla Dögg íþróttamaður UMFN
Á aðalfundi UMFN í gærkvöldi var tilkynnt um val á Íþróttamanni UMFN 2008. Það kom í hlut sundmannsins Erlu Daggar Haraldsdóttur sem hefur staðið sig gríðarlega vel undanfarin ár og keppti á Ólympíuleikunum í Peking í sumar. Til hamingju Erla Dögg :-) Stjórn og þjálfarar.
Íþróttamaður UMFN 2008
Árið í ár var stórkostlegt hjá Erlu Dögg Haraldsdóttur. Alls hefur hún sett 10 íslandsmet á árinu sem er rúmlega þriðjungur þeirra meta sem sett hafa verið á íslandi þetta árið. Enginn annar íslenskur sundmaður hefur í ár sett jafnmörg met. Hún náði lágmörkum í þremur greinum fyrir Ólympíuleikana í Peking og keppti í tveimur þeirra. Hún komst í úrslit á tveimur alþjóðlegum mótum í Mare Nostrum mótaröðinni.
Nú nýlega birti swimrankings.net lista yfir bestu afrek allra tíma í Evrópu í 25 metra laug í öllum sundgreinum. Þegar kíkt er á listann þá er ánægjulegt að sjá að Erla Dögg er á listanum í þremur greinum, ein íslenskra sundkvenna. Í 100m bringusundi er hún nr. 59 , í 200m bringusundi nr. 63 og 100m fjórsundi nr. 75. Erla Dögg varð fimmfaldur íslandsmeistari á árinu á íslandsmótinu í 50m laug, og hún var einn af máttarstólpum í liði ÍRB sem varð Bikarmeistari í sundi sumarið 2008. Erla Dögg gat ekki keppt á íslandsmótinu í 25m laug nú í nóvember sl. þar sem hún var komin í háskólanám í Bandaríkjunum. Þar æfir hún og keppir við góðan orðstír fyrir Old Domain háskólann í Northfolk og er strax byrjuð að skrá nafn sitt í metabækur skólans.