Fréttir

Sund | 14. október 2007

Erla Dögg með annað met

Erla Dögg Haraldsdóttir setti í dag sitt annað íslandsmet um þessa helgi. Í dag gerði hún sér lítið fyrir og bætti íslandsmetið í 100m fjórsundi þegar hún kom í mark á tímanum 1.03.48 sem er bæting um 2/10 á gamla metinu. Erla Dögg var einnig stigahæsta sundkona mótsins. Mörg önnur frábær úrslit litu dagsins ljós á Stórmóti SH, en greinilegt er að sundfólkið okkar er í fantaformi. Engin verðlaun voru veitt fyrir einstakar greinar á mótinu en átta stigahæstu karlar og konur eru verðlaunuð í mótslok með glæsilegum bikurum. Þar áttum við fimm konur og þrjá karlmenn. Stúlkurnar voru: Erla Dögg Haraldsdóttir (1) Soffía Klemenzdóttir (3),Jóna Helena Bjarnadóttir (5),Elfa Ingvadóttir (6), Marín Hrund Jónsdóttir(7).

 

Karlarnir voru: Árni Már Árnason (1),  Guðni Emilsson (3) Davíð Hildiberg Aðalsteinsson (4).

Afrakstur helgarinnar var í sem stystu máli frábær. Þrjú met. Erla Dögg Haraldsdóttir með tvö íslandsmet í 200m flug- og 100m fjórsundi, Soffía Klemenzdóttir með eitt aldursflokkamet í 200m flugsundi. Tveir í viðbót með lágmörk á NMU  þær Jóna Helena Bjarnadóttir og Soffía Klemenzdóttir en fyrir var Davíð Hildiberg Aðalsteinsson með lágmark. Eingöngu þrír íslenskir sundmenn hafa núna náð lágmörkum  á NMU.

Núna er mánuður fram að íslandsmótinu í 25m laug  og mun okkar fólk halda áfram að æfa af sama og jafnvel meiri krafti fram að móti og koma geysisterk til leiks. Áfram ÍRB.