Erla Dögg og Árni Már á EM
Í lok maí kepptu Árni Már og Erla Dögg á Evrópumeistaramótinu sem í ár var haldið í Debrecen í Ungverjalandi.
Bæði voru þau mjög nálægt sínum bestu tímum í öllum sundum.
Erla Dögg synti í undanúrslitum í bringu og varð 14. í lokin en átti11.besta tímann í riðlakeppninni með 794 FINA stig. Erla var í 35. sæti í 100 bringu á einum sínum besta tíma á tímabilinu, nokkuð betri tíma en á ÍM50 og varð 28. í 200 bringu.
Árni Már varð 24. Í 50 skrið og 45. í 100 skrið á tíma sem var aðeins 0.01 frá hans besta tíma og ÍRB meti sem hann á. Flest FINA stig fékk hann í 100 skrið eða 770.
Þau munu bæði synda á Mare Nostrum í júní ásamt Jóhönnu Júlíu. Vel gert hjá ykkur Árni og Erla!