Fréttir

Sund | 25. október 2007

Erla Dögg setti Íslandsmet í 100 metra bringusundi

Erla Dögg Haraldsdóttir, sundkona úr ÍRB,  var fyrir stundu að setja nýtt Íslendsmet í 100 metra bringusundi á danska meistaramótiunu í 25 metra laug. Erla synti á 1:10:16 og bætti fyrra met Ragnheiðar Runólfsdóttur um hálfa sekúndu. Í leiðinni setti hún einnig Íslandsmet á millitíma í 50 metra bringu, synti á 32:76 en eldra metið átti Ragnheiður Runólfsdóttir á tímanum 32:93.
Erla Dögg er í miklum ham um þessar mundir því á aðeins hálfum mánuði hefur hún sett fjögur Íslandsmet.

 

Tekið af vef Víkurfrétta.